:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja það er nú ekki mikið að segja, dagurinn er búin að vera mjög rólegur, ég er búin að vera eitthvað svo löt og þreytt í dag að ég hef ekki einu sinni farið út fyrir hússins dyr í allan dag. sé samt alveg klikkað eftir því núna, þúst mér finnst einsog ég hafi misst af einhverju. ég er samt viss um að ég missi ekki af neinu sko. Ég fæ líka þess tilfinningu ef ég sef of lengi, t.d. ef ég sef lengur en til 9 þá finnst mér einsog dagurinn sé næstum búin eða eitthvað, ég er örugglega bara eitthvað rugluð. Annars er ég komin í alveg flenni jólaskap, þegar ég vaknaði í morgun var byrjað að snjóa og það hefur snjóað í allan dag. Mér finnst þetta svo æðislegt, það er komin svona ekta jólasnjór!! kannski að maður fari bara að skella sér á skíði (ég kann að vísu ekki að skíða, Ásta Steinunn systir plataði mig einu sinni niður Kóngsgilið í Bláfjöllum og það endaði með ósköpum, ég held að ég hafi aldrei verið eins hrædd á æfini!! og svo vissi ég náttla ekkert muninn á svigi og bruni, og ég bara lét mig gossa niður brekkuna og allir eitthvað æpandi á eftir mér, komst að því seinna að það er bannað að bruna í brekkunni.)
Annars finnst mér alveg komin tími á að fara að setja upp jólaljósin, við erum vön að vera fyrst í hverfinu og við skreytum líka alltaf mest, þannig að ég verð að fara að drífa mig áður en einhver setur upp skraut á undan mér. ég vil halda þessari hefð í nýja hverfinu líka.
Svo er Ari að fara að vinna í Þrándheimum á morgun og hann kemur ekki heim fyrr en eftir 10 daga, þannig að ég og Ketil verðum bara ein *GRENJ* það er svo leiðinlegt þegar hann fer, ég sakna hann alltaf svo mikið og svo er svo erfitt að sofna þegar maður er einn. en ég verð víst að þrauka þetta.
jæja ég verð að fara að knúsa kallinn minn áður en hann fer.
bæjó
* * * * * * * * *
|
|