:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Vá hvað það er leiðinlegt að hringja og panta miða í bíó. núna sit ég í símaröð og er búin að bíða í 30. mín. ég er alveg að verða geðveik!!! svo ef maður er ekki áskrifandi af lókal fréttablaðinu þá getur maður ekki pantað í svona sjálfvirkum símsvara, vegna þess að kódarnir á myndirnar standa þar!! ekkert smá halló!!!! ég verð víst bara að halda áfram að bíða. með þessu áframhaldi þá verður engin bíóferð á okkur.
en allavega núna er snjónvarpið loksnins komið inn. við vorum í 8 tíma í gær að reyna að stilla þennan blessaða disk inná réttan gervihnött og ekkert gerðist. svo þegar við prófuðum í dag tókst þetta einsog skot!! en þúst hvað er málið með þetta drasl? maður verður að hitta inná réttann hnött en þúst það eru BARA 50.000 hnettir sem gefa frá sér signal á þessum stað, þannig að maður verður bara að vona að maður verði heppinn og hitti snemma á réttan hnött, þannig að þetta getur tekið fleiri ár liggur við. en þetta er allavega komið í lag núna og Ketil er búin að uppgvöta Disney channel og er náttla alveg í skýunum yfir þessu. Þegar við vorum með kabalinn var Cartoon Network eina barnastöðin og greyið hann fékk ekki leyfi til þess að horfa á hana og honum fannst ég náttla alveg ferlega vond. En málið er bara að teiknimyndirnar þar eru ekkert sniðugar fyrir börn, þetta er eitthvað svo ógeðslegt og svo er þetta með norsku tali og þeir blóta alveg á fullu og nota orð sem maður kærir sig ekkert um að barnið læri svona snemma. svo fær hann líka bara martraðir af þessum ljótu teiknimyndum, alltaf einhver skrímsli, eða prumpandi hálvitar með hor klínt útum allt andlit. þó að ég sé stór fan af Cow&chicken þá finnst mér þetta ekki vera við hæfi svona ungra barna. kannski að ég sé eitthvað paranoid mamma en þá verður bara að hafa það. Og hana nú!!
Yes!! ég komst loksins að í röðini og fékk miða þannig að núna er bara málið að skella sér í bíó.
Later !
* * * * * * * * *
|
|