:: ÉG ::
Nafn:Sísí

Fædd:04.12.1982

Stjörnumerki: Bogmaður

Staður:Sarpsborg/Norge

Litur: Bleikur (as u can see)

Matur: Taco,

Tónlist: Björk,Sigurrós, Bowie,Radiohead, Portishead,Pixies og ýmislegt annað,

Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead) meðal annars,

Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar, Carrie, The Shining, The exorsist, Star Wars og fullt annað.

::BLOGGARAR::
Minning Anna-Ragneidur
Ásta systir
Gunnar Karl
Einir
Hjödda Pönk
Davíð Örn
Jóhanna Ýr
Helga Hippi
Nadia
Hafdís Systir
Smári Klaki
Steinerinn
Lauga
Íris Sig
Sigga Ása
Gummi bekkjó
Lilja bláa í Fredrikstad
Bixie
Fríða Hrönn
Hjörtur
Anna Sigga
Erna Björk
Vala
Alla
Helga Bjørk
Sibba Kibb
Inga Magg
Kristìn Òskars

::Englarnir::
Ketil
Ágústa Arís
Gísli Hrafn Súperman
Heba Sætust!
Berglind & Rakel
Þórunn María
Elís
Goggi Mega

:: Ýmislegt annað :: Málefnalegur vettvangur fyrir misvelgefið fólk MYNDIR

Verdens Gang
Eiki
Eyjafréttir
Mbl.is
Crimelibrary.com
Homer Quotes
Femin.is
Tilveran Eyjar.net


::SPJALLIÐ::
Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)


föstudagur, desember 05, 2003

Detti mér allar dauðar lýs úr höfði!!! ég veit ekki hvað er að verða um Noreg. Þessa dagana eru miklar umræður í gangi og norðmenn eru mjög uppteknir að allir eigi að hafa það gott og eiga rétt og góðu lífi og allt það. en núna finnst mér þeir hafa gengið of langt. Einsog við öll vitum er kylíf eitthvað sem flestir eru alveg að fíla, allavega þegar maður er búin að prófa það. En svo er til fólk sem er í þannig aðstöðu að kynlíf er nánast ómögulegt, t.d. fjölfatlað fólk. Þetta er náttla alveg ferlega sorglegt og maður óskar náttúrulega engum líf án kynlífs. En hvað er hægt að gera ? og hversu langt má ganga áður en þetta yfirstígur allar etískar reglur sem í landinu ríkja!? Það er búið að stofna samtök hérna í Noregi, sem kalla sig Lótussamtökin eða eitthvað álíka, þessi samtök berjast fyrir rétt fjölfatlaðra á kynlífi. Þeir ætla að vinna í samvinnu við heilsugeirann. Það sem stendur til að gera er fólk sem hefur áhuga, aðstoðar fjölfatlað fólk við kynlíf og fróun og annað slíkt. Og þetta er að fá ansi góðan stuðning hérna í landinu. Það hafa náttúrulega orðið ansi heitar samræður um þetta efni. Á sama tíma stendur til að gera vændi ólöglegt. Vændi hefur hingað til verið löglegt og í rauninni ekki verið svo mikið vesen fyrr en fyrir nokkrum árum þegar að austantjaldsstelpurnar fóru að birtast hérna á götunum. Flestar af þessum stelpum hafa verið rænt frá heimalandinu eða plataðar útúr landinu t.d. með því að þær eigi að fara að vinna á hótelum og svona, svo eru þær neyddar til þess að selja sig. Útaf því að vændi hefur hingað til verið leyft hérna í Noregi er það mjög takmarkað hvað yfirvöld hérna geta gert til þess að hjálpa þessum stelpum. Þessvegna stendur s.s. til að gera vændi ólöglega hérna í Noregi. En mér finnst þá voðalega skrítið að maður meigi þá vinna við það að runka, eða hafa mök við fjölfatlaða og vera svo á tímalaunum frá ríkinu!! Þúst ríkið má Pimpa gellur en ekki Lalli Love á 35. stræti.
Það er náttúrulega ferlegt að sumt fólk geti ekki fengið að stunda kynlíf, en mér finnst það vera að ganga frekar langt þegar ríkið ætlar að fara að styðja svona lagað og gera þetta að löglegum og viðurkenndum samtökum. Ég meina það er ljótt að segja það, en þetta er nú bara sannleikurinn, Kynlíf er ekki mannréttindi!! við höfum ekki rétt á því eða kröfu á það.
Jæja það er samt ekki alveg búið að samþykkja þetta á þingi ennþá, en það fer að koma að því að þetta verður tekið upp á þingi og maður verður bara að fygjast spenntur með umræðunum þangað til. Mér finnst það alveg líka sorglegt að sumt fólk fái ekki að gera "dodo" en mér finnst samt að ríkið eigi ekki að skipta sér af því. Það er allt annað að sjálfstæðir atvinnurekendur fari að taka að sér þessi verkefni, svo lengi sem ríkið er ekki að borga fyrir þetta. En ef það verður leyfilegt þá finnst mér heldur ekki hægt að banna vændi. Því þetta er í rauninni það sama.
Nei vá mar, ég er alveg að tapa mér yfir þessu! Værir þú til í að vinna við þetta ????

Posted by The Super Cow at 1:58 e.h.



* * * * * * * * *


|
Comments: Skrifa ummæli
Image @ Boyis.com | Site @ Your Name | Layout by Sania of Anime Skies .