:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja loksins! ég er nú samt ekki búin að vera neitt bissí, veit samt ekki afhverju ég hef ekkert bloggað. ég hef að vísu voða lítið að segja. ég er byrjuð að skreita aðeins, en bara inni. ég er alltaf að bíða eftir því að maðurinn minn verði heima í dagsljósi svo að við getum skellt upp öllum útiseríonum. hann er að vinna svo mikið, og ég er miður handlagin þannig að ég þarf á hjálp að halda. ég er frekar léleg í öllu svona, ég t.d. eyðilagði vegginn í gömlu íbúðinni þegar ég ætlaði að hengja upp mynd. ég hélt nú ekki að það ætti að vera mikið mál, þannig að ég fann hamar og nagla og byrjaði svo að dúndra. en viti menn, alltíeinu byrjaði að myndast sprunga niður eftir veggnum og ég skildi ekki neitt í neinu. svo kemur Ari heim og ég var eitthvað búin að reyna að fela þetta, en múrarinn lætur svona lagað náttla ekki framhjá sér fara. málið var semsagt að maður á víst að nota einhverja sérstaka nagla þegar maður ætlar að negla í pússningu! hvernig í andskotanum átti ég að vita það!!!!?, og ég sé ekkert muninn á trévegg og pússuðum vegg, þeir eru allir eins þegar það er búin að mála þá!!! en allavega, efir þessa episódu þá urðum ég og Ari sammála um það að hann skildi sjá um þessa hluti og að ég skildi halda mér LANGT í burtu. en ég vona bara að hann geti bráðlega hjálpað mér með skrautið, mér er farið að liggja á, ég vil vera fyrst í hverfinu. sem betur fer er enginn farinn að skreyta úti þannig að ég á ennþá sjéns.
* * * * * * * * *
|
|