:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
WORLD IDOL
Ég var að horfa á World Idol keppnina!! og ég verð nú bara að segja að ég varð fyrir alveg ferlegum vonbrygðum, ég hélt að það væri miklu hæfileikararíkara fólk sem hefur unnið í þessum löndum en ég verð nú bara að segja að helmingurinn af þessu liði var á rangri hyllu í lífinu. Þýskaland kom með eina mestu hörmung sem ég hef séð, gæjinn kunni líka svo innilega ekki að dansa, það leit út fyrir að hann væri með parkinsons. Ástralski strákurinn var voða sætur, með krúttlegt afró og flotta rödd, hann var einn af þeim fáu sem var eitthvað varið í. Suður afríka sendi þennan líka persónuleikalausa gaurinn, hann skeit alveg gjörsamlega á sig. Stelpan sem söng fyrir arabalöndin söng eitthvað svona arabíst þjóðlag og ég kann því miður ekki að meta þessa tónlist og ég held að hún eigi voða litla möguleika. Hollenski gaurinn var svona Elton John wannabe, alltí lagi að hlusta á hann á karókí bar, en átt ekki að vera þarna. Stelpan frá Póllandi var gjörsamlega hræðileg, þúst einhver pínulítil illa ofvirk gella sem hefur greinilega sniffað alltof mikið lím í gegnum lífið. Kanada var æði!! og ég náttla elska þetta lag!! Usa var einsog maður hafði búist við, en hún var með alltof mikið að einhverjum krúsídúllum og slaufum að hún týndi laglínunni stundum. Belgíu gaurinn var alltílagi af rokkara að vera en mér fannst hann ekki eiga heima þarna. Breski gaurinn var með ferlega skrítna útgáfu að light my fire, þetta var frekar máttlaust eitthvað, samt voða sætur og með fallega rödd, en einhvernveginn ekki nóg. Kurt var náttla æði, ég er búin að elska hann síðan á fyrstu prufu. Hann er náttla með alveg rosalega flotta rödd, en því miður þá er hann soldið lítið sætur, og þessi heimur virkar því miður þannig að maður verður að vera sætur til þess að komast áfram í svona dóti. en mér fannst hann samt bestur og með flottustu röddina.
Simon var náttla alltaf jafn yndislegur, ég myndi giftast gæjanum!! En mér fannst nú frekar skrítið að Pólland hafi bara farið inná næsta geðsjúkrahús og náð bara í einhvern til að dæma!!! hvaða skrítnu pillur er sá að éta?? svo fannst mér þeir pínu vondir við Kurt að segja að hann væri ljótur og einsog hobbit og svona, þeir sögðu ekki neitt sem var svona ferlega særandi við hina. Þúst ef maður syngur illa þá getur maður bara látið það vera að syngja en ef maður er ljótur þá er það eitthvað sem allir sjá og maður getur ekki falið, mér finnst algjör óþarfi að vera að segja það við hann og það fyrir framan allan heiminn. Einsog hann viti það ekki !! mér finnst Noregur, Ástralía, Kanada og Usa góð, restin var frekar lömuð eitthvað. En ég vona að Kurt vinni.
* * * * * * * * *
|
|