:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja þá er martröðin yfirstaðin eða það sem ég hélt að yrði martröð. Ketil var hjá háls, eyrna og nef sérfræðing í dag, það þufti að skola út úr eyrunum á greyinu, hann var næstum orðin heyrnalaus greyið. Ég hélt náttla að hann myndi láta einsog bestía og er búin að kvíða fyrir þessu í lengri tíma. En viti menn, minn stóð sig barasta einsog hetja, hann sat alveg kyrr og leyfði doktornum að skola og ryksuga á sér eyrun. Honum fannst þetta samt soldið vont held ég, hann klemmdi á mér hendina og táraðist , en hann var samt alveg kyrr. Ég vorkenndi honum alveg rosalega! En ég var svo stolt! hann fékk að ráða hvað við borðum í kvöldmat, hehe hann vildi náttla hafa pylsur, jekk ég þoli ekki pylsur en litla hetjan fékk að ráða :)
Já! ég fjárfesti í algjörri perlu í dag! ég keypti mér Simon&Garfunkel, The Essential. Ég mæli eindregið með þessum disk, hann er alveg æðislegur!! Ef ykkur langar að kaupa ykkur nýjan geisladisk þá munið þið ekki sjá eftir því að fjárfesta í þessum!
* * * * * * * * *
|
|