:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja enn einn dagurinn liðin... allur snjórinn er bráðnaður, en ég hef að vísu ekki séð svo mikið til sólar, ég missti alveg af þessu. Samt voða gott að koma úr vinnu og geta faktískt labbað útí bíl án þess að vera einsog belja á svelli. Það gengur enn mjög vel í vinnunni. Ketil greyið er ennþá lasinn, eða lasinn og lasinn, hann fær alltaf hita seinnipartinn en er eldhress allan daginn. Ari er búinn að vera heima með hann alla vikuna, við getum náttla ekki sent hann til dagmömmunar svona. Ég held að Ari þrífist bara vel í húsmæðra starfinu, hann er voða duglegur.. þegar ég kom heim á mánudaginn voru þeir búnir að baka súkkulaðiköku, í gær voru þeir búnir að þvo af öllum rúmum og viðra sængur, og í dag voru þeir búinir að þvo þvott og baka pönnukökur !! Þannig að ég lifi bara í lúxus þessa dagana, kem heim úr vinnu og þeir eru bara búnir að gera helling!! Ef ég gæti skellt brjósunum mínum yfir á Ara þá myndi ég bara láta hann vera heima með barnið eftir fæðingu, hehe (nee... tími því kannksi ekki alveg)
En annars fékk ég sent alveg frábært lag um helgina, nýja lagið með Hoffman, Dirty Julie, strákarnir standa alltaf fyrir sínu, gaman að heyra í þeim aftur, og ef einhver af þeim les þetta þá óska ég þeim innilega til hamingju með þetta allt saman, þetta er alveg frábært lag, og alltaf jafn gaman að hlusta á Óla syngja.
* * * * * * * * *
|
|