:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Skotvopn
Já já ég er alltaf jafn eftir á og sein einsog vanalega. ég var að lesa það núna fyrst að barn hafi dáið á selfossi vegna voðaskots, og að drengirnir hafi bara verið um 12 ára gamlir !!! ég á ekki til or? !! Og aumingjans drengurinn sem var með byssuna, ég get ekki ímyndað mér örvæntinguna og hræðsluna sem hann hlítur að hafa upplifað eftir þetta. Greyið barnið, ég ætla að vona að hann fái góða hjálp.
ég get ekki skilið hvernig börn geti komist yfir skotvopn!! ef fólk þarf endilega að hafa þetta inná heimilinu þá á þetta að vera læst inni!! það hafa allir heyrt um svona slys sem gerast þegar börn komast yfir skotvopn. Hvernig dettur fólki í hug að skilja svona hluti eftir á glámbekk?? það er vitað mál að ef að litlir peyjar komast yfir byssu þá fara þeir að leika sér að henni, strákum finnst þetta náttla alveg rosalega spennandi, og það að þetta geti endað með dauða er þeim svo fjarstæðukennt.
Ég er nú ekki 12 ára strákur, en samt gat ég ekki sofið með byssu við hliðina á mér. þegar ég var í Usa þá var byssa í náttbrorðinu við hliðina á rúminu mínu, ég var í Virginia og þar var mjög allgengt a? fólk væri með byssur útum allt í húsinu. ég var búin að sofa þarna í 3 nætur áður en mér var sagt af byssuni, og þetta var ekki sú eina í húsinu !! það endaði með að ég náði í Greg (húsbóndann) og bað hann um að fjarlgja byssuna úr herberginu, ég gat ekki sofið !! ég var alltaf að spá í þessu og fékk svona fáráðlegar hugsanir uppí hausinn. ég fékk alveg klikkaða svona "hvað ef ?" tilfinningu, ææi ég veit ekki hvort þið skiljið hvað ég er að meina. þúst einsog ef maður stendur uppá fjalli og einhver stendur á brúinni fyrir framan ykkur og þið hugsið "hvað ef ég myndi hrinda henni/honum frammaf. þið mynduð aldrei gera það og ekki vilja manneskjunni neitt illt, bara hugsa það, vegna þess að möguleikinn er þarna rétt fyrir framan ykkur. ég vona allavega að einhver annar hafi upplifað þetta, ekki bara ég, annars hlít ég að vera sækó. Jæja en allavega, ég fór svo mikið að spá í því að ég hef faktíst möguleikan til þess að taka byssuna og bara byrja að skjóta í kringum mig. Ég myndi aldrei gera það eða vilja gera það, en það angraði mig rosalega að möguleikin væri til staðar. ég er kannski bara svona rosalega paranoid og treysti ekki sjálfri mér til að hafa stjórn á gjörðum mínum.
ææii, ég veit ekki hvernig ég í að útskíra þetta, þegar ég les yfir þetta þá lítur þetta voða klikkað út.... kannski er ég bara svona rosalega biluð, ef svo er megið þið alveg segja mér það,og endilega koma með sjúkdómsgreininguna líka ef þið hafið hana.. hehe
Allavega þá skil ég ekki hvernig fólk getur hugsað sér að hafa skotvopn inná heimilinu!! Og ef þau er t.d. veiðivopn þá á þetta að vera læst inni þar sem börn, fullt fólk, og fólk í reiðiskasti kemst ekki í þetta !!!
* * * * * * * * *
|
|