:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
hæ hæ gott fólk !! :)
jæja lífið leikur bara við mig þessa dagana, mætti halda að ég væri á gleðipillum, enda hef ég svo mikið að hlakka til, það er svo mikið skemmtilegt að gerast hjá mér. Í dag var líka alveg æðislegt veður, við Ari grilluðum okkur kjúkklingabringur og sátum úti á verönd og borðuðum í kvöldsólinni, alveg æði !! Svo er ég náttla svo dekuruð, híhí. Magga var að koma frá íslandi og tók með söl og æðibita handa mér. ég sit hérna núna og jappla á söl og drekk sítrónuvatn (á víst að vera vatnslosandi, salt er víst ekkert of gott fyrir mig) ég er búin að vera með brjálaða söl kreiving síðan ég varð ólétt en ekkert komist í söl :( ferlega erfiður tími, mig dreymir á nóttunni að ég sé að borða söl, en vakna svo bara vonskvikin. En núna er lífið mikið betra þar sem ég á söl. Ef einhver rosalega góður sem á helling af söl les þetta þá máttu endilega senda mér söl ;)
Já og ég var að komast að því að Erna Björk, góðhjörtuð eyjamær er farin að blogga, ég er búin að setja hana á listann með öllu hinu merkilega fólkinu, endilega kíkiði á snótina.
jæja það er víst tími kominn fyrir gamla konu að færa sófa....
góða nótt snúllukrúttrassarnir mínir.
* * * * * * * * *
|
|