:: ÉG ::
Nafn:Sísí

Fædd:04.12.1982

Stjörnumerki: Bogmaður

Staður:Sarpsborg/Norge

Litur: Bleikur (as u can see)

Matur: Taco,

Tónlist: Björk,Sigurrós, Bowie,Radiohead, Portishead,Pixies og ýmislegt annað,

Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead) meðal annars,

Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar, Carrie, The Shining, The exorsist, Star Wars og fullt annað.

::BLOGGARAR::
Minning Anna-Ragneidur
Ásta systir
Gunnar Karl
Einir
Hjödda Pönk
Davíð Örn
Jóhanna Ýr
Helga Hippi
Nadia
Hafdís Systir
Smári Klaki
Steinerinn
Lauga
Íris Sig
Sigga Ása
Gummi bekkjó
Lilja bláa í Fredrikstad
Bixie
Fríða Hrönn
Hjörtur
Anna Sigga
Erna Björk
Vala
Alla
Helga Bjørk
Sibba Kibb
Inga Magg
Kristìn Òskars

::Englarnir::
Ketil
Ágústa Arís
Gísli Hrafn Súperman
Heba Sætust!
Berglind & Rakel
Þórunn María
Elís
Goggi Mega

:: Ýmislegt annað :: Málefnalegur vettvangur fyrir misvelgefið fólk MYNDIR

Verdens Gang
Eiki
Eyjafréttir
Mbl.is
Crimelibrary.com
Homer Quotes
Femin.is
Tilveran Eyjar.net


::SPJALLIÐ::
Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)


miðvikudagur, apríl 14, 2004

Jæja loksins gubbupestin búin og ég farin að vinna aftur, voða gott.
En alltaf er maður að kynnast nýjum hlutum og týpum. Einsog við öll vitum eru því miður til fólk með ferlega fordóma, sumir hata litað fólk, aðirir hata samkynhneigða, sumir hata bara útlendinga yfir höfuð. En ég hef kynnst einum sem hatar óléttar konur !! ég veit ekki hvað mann greyið hefur gengið í gegnum, en hann hefur greinilega lent í einhverri hræðilegir óléttir konu !! ég hélt fyrst að þetta væri bara ég og mínir hormónar og var ekkert að spá í þessu þangað til fleiri fóru að benda mér á þetta!! Málið er að þessi maður er að vinna með mér, ég þekki hann ekki neitt og hef aldrei talað við hann. ég man eftir því að þegar ég kom fyrsta daginn í vinnu sátum við nokkur við borð og vorum að spjalla í matapásu, þessi gæji sat á borðinu við hliðina. Svo spyr mig einhver hvernig ég hefði Það og svona, þar sem ég væri ólétt.... ég svara bara einsog er að mér hafi bara aldrei liðið betur, ekkert sem amaði að. Svo heyrist frá hinu borðinu " þessar helv. óléttu kellingar gera ekki annað en að kvarta og kveina, algjörir aumingjar... einsog þetta sé eitthvað erfitt " við litum öll bara við og ég hélt að hann væri að djóka þannig að ég brosti bara, en svo var gæjanum bara fúlasta alvara !! ein stelpan þarna við borðið sagði bara "já þú hefur náttúrlulega gengið með svo mörg börn" hehe. Fyndna var að það var einginn að kvarta yfir neinu, heldur akkurat öfugt, ég sagði bara hvað mér liði vel. En jæja ég held bara áfram mínu daglega lífi og spá voða lítið í þetta, þetta eru einu samskiptin sem ég hef nokkurn tíman haft við þennan mann. Svo ca 2 vikum seinna kem ég inn á kaffistofu, þá situr hann og margri fleiri þarna, svo stend ég svona aðeins frá honum og hann svona hálf gólar yfir herbergið "þú bara blæst út ! bara að verða spikfeit! " hehe ég bara "já það vill oft gerast að maður stækki aðeins þegar maður er óléttur" alveg einsog skítur, fólk glápti alveg á hann og mig til skiptis, einsog allir væru að bíða eftir að ég myndi klikkast eða eitthvað, hehe. Mér fannst þetta svona frekar spes, sérstaklega þar sem ég hef aldrei talað neitt við hann. Svo fóru einhverjar fleiri á skrifstofunni að tala um þetta og segja mér að hann horfði alltaf svo illum augum á mig ef ég labbaði framjá, og ekki bara á mig heldur fleiri, það eru 2 aðrar sem eru óléttar á skrfistofunni og hann horfir líka svona ljótt á þær. ég fór aðeins að fylgjast með og sá þetta, maður horfi á okkur með alveg ferlega illum augum, einsog honum bjóði við okkur !! hann hefur víst líka komið með einhver svona skítakomment við hinar tvær... ég verð að segja að ég hef bara aldrei vitað annað eins ! Mér finnst þetta eiginlega hálf fyndið afþví að þetta er svo bilað! en ég veit að þetta fer alveg rosalega í eina þarna, það er bara tímaspursmál um hvenar hún ræðst á hann ! hehe. ég ætla sko ekki að missa af því !!
En ég er svo oft að hugsa út í þetta, hvað ætli hafi komið fyrir manninn ?? hann hlítur að hafa lent í einhverri ferlegri óléttri konu eða eitthvað. ég hef heyrt um allskonar hatur og fordóma en þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um óléttuhatara.
Það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast, ég hef svona lúmskt gaman að þessu, hehe ætli einhver lemji hann ? það eru allir að pirrast yfir þessu. Gaman að hafa smá hasar í vinnunni þetta er svo leiðinleg vinna.

Posted by The Super Cow at 8:24 e.h.



* * * * * * * * *


|
Comments: Skrifa ummæli
Image @ Boyis.com | Site @ Your Name | Layout by Sania of Anime Skies .