:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Maður er nú orðinn alveg illilega latur í þessu bloggi.... búin að vinna yfirvinnu alla vikuna þannig að ég hef bara verið alveg búinn á því þegar ég kem heim á kvöldin, fer bara beinustu leið í bólið. En núna er helgi og maður fær að sofa út í fyrramálið, alveg til 7 hálf 8 örugglega, ef Ketil er voða góður. Annars er bara voða stuð hér á bæ, Ketil og pabbi hans voru að smíða rólur útí garði, Ketil er alveg rosalega ánægður með þetta. Annars er hann orðinn svo stór hann lætur varla sjá sig hérna heima, alltaf úti að leika við einhverja peyja.... Mér finnst svo erfitt að hann sé að fá að fara svona einn út. Það er í rauninni ekkert að því, þeir eru bara hérna í kring og hérna er einginn umferð eða neitt, en það er samt svo skrítið... ég er vön að fara alltaf með honum. En ég er víst orðin svo hallærisleg... hann vill ekkert að ég sé að elta hann. Strákunum finnst hann víst ekkert töff ef hann er með mömmu á hælunum allann daginn. Maður verður náttla að skilja það, maður má náttla ekki gera hann að fífli fyrir framan strákana. En ég er nú alltaf að njósna til að ath hvort allt sé ekki í lagi, en það er MJÖG mikilvægt að ég þá ekki sjá mig. Annars varð ég nú að skipta mér aðeins af í dag þegar þeir voru komnir uppá bílskúrsþak hjá nágrananum, þá kom þessa leiðinlega mamma hans Ketils og eyðilaði leikinn..... þetta eru nú meiri prakkararnir.
Annars stendur til að slá blettinn á morgun, mig hlakkar nú bara til, það er eitthvað svo sumarlegt. Og svo ætla ég að rífa upp meira en helminginn av þessum helv.... rósum, krakkarnir stinga sig bara á þessu drasli, veit bara ekki alveg hvernig ég á að gera það. Verð að redda mér geimbúning frá Nasa eða eitthvað, það eru alveg svakalegir þyrnar á þessu.... Langar einhverjum að koma og rífa upp rósarunna ????????
* * * * * * * * *
|
|