:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Sól og Sumar !!
jæja það er sjaldan sem sumarið byrjar svona snemma. núna er 23 stiga hiti og sól og það var enn heitara í gær ! ég er alveg búin að fá nóg, enda er mér alveg nógu heitt fyrir. Annars var voða stuð á okkur í gær, fórum til Moss og skelltum okkur á ströndina með Möggu, Sunnevu og krökkunum. Ketil var ekki lengi að tæta af sér fötin og komin langt útá rúmsjó áður en við vissum af!! honum fannst þetta alveg æði. við vorum á ströndinni í ca. klukkutíma, en samt þegar ég tók hann úr skýlunni og var að fara setja hann í þurr föt þá var hann með skjannahvítt skýlufar, hehe litla krúttið, hann og pabbi hans eru alltaf einsog litlir negrastrákar á sumrin. Svo sit ég alltaf með þeim föl einsog lík.
Svo var okkur boðið í grill hjá Binna og Sunnevu, voða gott. Ég gerði þau mistök að fara úr skónum, hehe svo þegar við ætluðum heim var ég komin með svo mikin bjúg á fæturnar að ég komst ekki í skóna, hehe og þurfti að keyra á tásunum heim. Fæturnir á mér voru ekkert smá fyndnir !!
Annars er voða rólegt hérna þessa dagana. Ég vinn bara fyrir hádegi, læknirinn vildi láta mig hætta alveg en ég nuðaði og fékk að prófa 50 % þangað til 21. Maí. Var svo send í sjúkraþjálfun þannig að ég vona að þetta fari nú að lagast. Henni leist ekkert á blikuna útaf þessum furðulegu lömunum sem ég fæ í annan fótinn og vildi senda mig í þjálfun. Best að hafa varann á. Ansk... vesen á þessari grind, og ég sem hélt að ég væri í svo góður formi áður en ég varð ólétt, ég var alltaf æfandi eitthvað, hoppandi og skoppandi daginn út og daginn inn!! sko ég vissi það íþróttir er bara rugl !! þetta gerir ekkert gangn !!
Jæja ætli maður þufi ekki að fara að takast á við þessa ljótu sól, þarf að sækja peyjann, neyðist til þess að fara út....
* * * * * * * * *
|
|