:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
úffff, svefnlausar nætur !! Ketil er allur útí flóabitum !! við vorum á ströndinni á mánudaginn og hann hefur greinilega fengið flóabit í grasinu. Greyið honum klæjar svo mikið og hann sefur ekki neitt ! vona að þetta gangi yfir fljótt. Hann var samt verri í nótt en fyrri nótt. Annars var helgin bara góð, náttla bongóblíða og svona. Þetta gekk nú samt ekki slysalaust fyrir sig. Föstudagurinn var ekki okkar dagur. Ég flaug niður kjallaratröppurnar og lennti ansi harkalega á steyptu gólfi, ekki mjög þægilegt skal ég segja ykkur. ég er með góðan marblett á rassinum og stóra kúlú á hausnum. En ég lennt sem betur fer ekki á bumbunni og krílið sparkar einsog áður þannig að það blessaðist allt saman. En mér brá alveg hrillilega, ég gubbaði úr sjokki ! Það liðu kannksi 10 min frá því að ég datt til að ég fann spark en mér fannst það vera 100 ár !! en svo fór krílið að sparka og það var bara líf og fjör í bumbunni. Svo þegar ég var að ná mér eftir þetta sjokk kemur Ketil inn alveg á garginu ! ég sé að það blæðir úr puttanum á honum. Þá hafði hann verið að smíða úti með hamrinum sínum og slegið svona rosalega fast á puttann á sér. Hann sprengid puttan frá nöglinni, þannig að við enduðum uppá læknavakt. Þetta var svo nálægt nöglinni að það var ekki hægt að sauma þetta, þannig að þessu var bara tjaslað saman með heftiplástri. En hann var fljótur að gleyma þessu, hann var kominn með hamarinn á loft um leið og við komum heim.... En svona erum við hrakfallabálkarnir.....
* * * * * * * * *
|
|