:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja jæja best að láta vita af sér. Gengur bara ágætlega hér. Ég á að vísu bara að vinna út þennan mánuð og svo er ég komin í frí ! ég var hjá ljósunni í gær og þarf að fara aftur í næstu viku, hún vill fá mig inn vikulega núna. Ég er víst með alltof háan blóðþrýsting og svo er ég með alveg klikkaðann bjúg !! þannig að hún vill fylgjast eitthvað betur með þessu. Annars gegngur bara ágætlega, ég er að vísu orðin pínu þreytt á þessu, ég er orðin svo ferlega þung að ég get varla hreyft mig, svo eru ég alveg stíf í höndum og fótum af bjúg og komin með alveg ferlega sætt lukkutröllanef :) þannig að þetta er náttla bara æði ! Mig er farið að hlakka til að þetta sé búið. En maður á nú samt ekki að vara að kvarta, ég hef það mun betur en margar aðrar. Barnið mitt virðist allavega hafa það gott enn sem komið er og það er náttúrulega það mikilvægasta.
Við erum alveg að verða búin að koma í stand barnaherberginu og það fer að líða að því að ég fari að þvo og strauja barnaföt.... ég var að fara yfir gömlu fötin hans Ketils, guð hvað það er skrítið að hann hafi verið svona lítill !!! mér finnst samt einsog það hafi verið bara í gær. en núna er hann orðinn svo stór !! hvert fór tíminn eiginlega ????
Jæja best að fara að vinna eitthvað....
bæjó
* * * * * * * * *
|
|