:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
hæ hæ ! komin aftur !!
jæja núna er ég komin heim eftir 3 vikur á sjúkrahúsinu. ég veiktist svo mikið aðfaranótt sunnudags og það þurfti að taka mig með keisara einsog skot og litla Ágústa Arís kom í heiminn kl. 02:50 og er það yndislegasta sem ég hef nokkurntíman séð. Hún kom í heimin 6 vikum fyrir tíman þannig að hún er algjör ponsa. Hún var 2018 gr. og 40 cm. Hún var í hitakassa fyrstu 12 tímana en svo var hún færð yfir í hitarúm. Hún andaði sjálf frá fyrstu stund og er alveg rosalega dugleg. Hún er að vísu soldið þreytt núna vegna þess að hún fékk gulu og var í ljósameðferð í alla nótt, en hún er að ná því úr sér. Hún fær mjólkina mína í gegnum sondu og vonandi fer hún að fara geta sogið sjálf. Ég var skrifuð út í dag og þarf að vera heima á nóttunni, en ég er hjá henni allan daginn. En um leið og hún fer að geta tekið brjóstið sjálf þá fæ ég herbergi á deildinni svo ég geti gefið henni á nóttunni. Ég vona að hún fari að gera það bráðlega svo ég geti verið hjá henni á nóttunni. Mér fannst nefninlega voða erfitt að fara frá henni í kvöld, en maður verður víst að bíta á jaxlinn og hætta að gráta, hormónarnir gera líka sitt þannig að maður situr grenjandi aðrahverja mínútu.
En við höfum það báðar gott, Ágústa Arís er algjör hetja og við búumst við að fá hana heim eftir ca 3 vikur.
ég er öll að koma til og er að losna við eytrunina, blóðþrýstingurinn búinn að lækka og helst vonandi þannig, ég verð samt að fara í fleiri tékk bara til þess að ath hvort þetta sé ekki örugglega farið.
jæja verð að fara að hvíla mig, skrifa inn fleir fréttir seinna.
* * * * * * * * *
|
|