:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja hér er bara hiti dauðans !! Það er alltaf og 30 stig í skugga og mig langar ekki að vita hvað það er heitt í sólinni !!
Við förum í búðir að versla til þess að flýja hittan, það er alltaf svo góð loftkæling í þessum verslunarmiðstöðvum.
Það eru alveg geggjaðar útsölur og ég, mamma og Arna Hlín erum alveg að tapa okkur í útsölunum, og pabbi greyið að fara yfirum á okkur.
Svo fer illa fyrir greyið jarðrottunum (eða moldvörpur eða hvað sem þetta heitir) sem eru í garðinum hjá okkur. Þær eru að hafa það að eyðileggja eitt eplatréð, þær éta ræturnar. Þannig að pabbi og Ari eru komnir í gang með einhver spregitilræði, þeir fylla holurnar af bensíni og kveikja svo í því, og sjálfum sér í leiðinni. Þessir gaurar eru alveg snar ruglaðir !! En það er örugglega ekki mikið líf þarna ofan í jörðinni lengur, og þeir fá útrás fyrir villinginn í sér, þannig að þetta virkar fyrir alla, nema mig og nágrannana sem þora varla að fara að sofa á nóttunni, hrædd um að það byrji allt að brenna.... Það er enginn smá þurkur búin að vera...
Jæja ég verð víst að fara að hengja lilluna í brjóstið á mér, ég geri ekki annað en að hafa hana hangadi í brjóstinu þessa dagana, hún er að verða soddan átvagl..
bæjó
* * * * * * * * *
|
|