:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja loksins kom smá rigning :) ég og gróðurinn voru mjög fegin því, en það varði ekki lengi, sólin kom strax aftur og hélt áfram að steikja allt og alla.
Ég og familían skelltum okkur til Svíþjóð að versla. Þar var ekki líft fyrir helv%#$ vespum !! Þetta er það ógeðslegasta sem til er á jörðinni. Ein þeirra stakk pabba undir handlegginn, hann var alveg að drepast í hendinni kallinn. Í seinustu viku gerði ein sér lítið fyrir og flaug uppí munninn á Katli og stakk hann í kinnina !! Ég er svo skíthrædd við þessi kvikindi að ég hoppa og góla einsog bestía þegar þetta kemur nálægt mér. Þannig að ég gerði lítið annað en að hoppa og góla í Svíþjóð.
Ágústa Arís er alltaf einsog engill, hún er farin að hjala smá og brosa, það er alveg yndislegt að fylgjast með henni.
Hehe pabbi og Ketil sitja hérna og hlusta á Bubba og syngja hástöfum með "Simbi sjómaður,Simbi sjóoóoóoóoóoóóóómaður!!" hann ketil er orðin svo klár í íslenskunni eftir að þau komu, hann er alltaf að reyna að tala íslenksu, algört krútt. Svo hermir hann allt eftir Örnu Hlín, þannig að hann kemur og segist vera "svöng" og "þyrst" hehe.
Jæja maður þarf að fara að gera sig klárann fyrir OL settninguna.
Bæbbs
* * * * * * * * *
|
|