:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
jæja núna er öll þolinmæði á þrotum. Þessi talva er að gera mig geðveika. málið er að ég fékk sendan vitlausan harðadisk, hann var ónothæfur þannig að ég varð að gjörasvo vel að panta nýjann, en núna er sá komin þannig að þetta hlítur að fara að koma. En ég er að fara til íslands á föstudaginn þannig að ég verð ekki heima þegar mín heitelskaða tölva kemur aftur heim úr sjúkrafríi.
Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Ágústa Arís er orðin alveg svakaleg hlussa og slefar alveg einsog hún fái borgað fyrir líterinn ! þegar við komum úr 4 mánaða skoðun var ungrúin orðin 61 cm og tæp 6 kg !! þannig að hún er búin að stækka um 4 cm á einum mánuði og þyngjast um 1 kg ! Enda finnst henni alveg rosaelga gott að borða. Það er alveg yndislegt að fylgjast með henni núna, hún er farin að vera mun meira vakandi, brosir og hlær og puðrar og stingur svo puttanum ofan í kok og kúgast og finnst það alveg rosalega fyndið.
Jæja ég er þotin það er búbítæm hjá litlu snúllunni.
bæjó og sjáumst eftir 5 daga !!!!! (allavega sum ykkar)
* * * * * * * * *
|
|