:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
jæja jæja þá er þessi tölva loksins komin í gangið... eða svona næstum því, hún virkar eitthvað hálf illa... ég ætla bráðum að grýta þessu helv...drasli út um gluggann !!! ég er að spá í að hætta að nota tölvur, ég er komin með svo mikið leið á að þetta drals virki aldrei.
Annars vil ég bara segja gleðileg jól þau voru yndisleg hér á bæ. vona að þau hafi verið jafn góð hjá ykkur. Ágústa Arís er ekki alveg að fíla það að mamma sé að borða svona mikið reyktan mat... hefur fengið smá í magann, en það hefur gengið vel.
Litla greyið er lasin í fyrsta skipti núna, hún er að vísu ekki með neinn hita, hún er bara með frekar leiðinlegann hósta...ég ætla að fylgjast vel með henni og sjá hvort hún fái hita og fara svo með hana til læknis á morgun ef hún skánar ekkert. Hún er ekkert að meika þennann hósta, henni bregður alltaf svo, hrekkur alltaf í kút greyið í hvert skipti sem hún hóstar.
En því miður voru ekki góð jól hjá öllum, hræðilegir þessir jarðskjálftar. Vinur okkar er í tælandi núna, en við erum búin að ná í hann og fá að vita að hann slapp, en bara 50 m frá honum hrundi eitthvað og það dóu mörghundruð manns, þannig að hann var bara heppinn. en það var voða gott að heyra að það var í lagi með hann, maður fékk svolítið í magan við tilhusunina.
Jæja ég verð að fara að setja inn jólamyndi á síðurnar hjá börnunum.
bæjó
* * * * * * * * *
|
|