:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja dagurinn í dag bara búin að vera góður dagur, þetta ár byrjar bara í rólegheitunum hjá okkur hérna á Skogvegen. Við bökuðum köku í morgun og fórum svo í göngutúr meðan kakan var að kólna. Löbbuðum niðrí einn park sem er hérna rétt hjá og gáfum páfuglunum brauð. Katli finnst það alltaf jafn skemmtilegt.
Annars voru áramótin mjög góð hjá okkur, við vorum heima hjá Möggu systir hans Ara. Maturinn var æði og flugeldarnir gengu vel fyrir sig og Ágústa Arís var bara einsog engill allan tíman. Svo voru Ketil og frændur hans komnir með innisprengjur og Ari tekur stelpuna í fangið áður en þeir toga í spottann, því við bjuggumst við að hún færi að gráta við hvellinn. En nei nei, minni fannst þetta bara alveg drepfyndið og skellti uppúr í hvert skipti sem hún heyrði hvellinn. Hún er svo mikið rassgat !! Svo prufuðum við þetta aftur í gær til að ath hvort það hafi bara legið svona rosalega vel á henni og þessvegna hafi hún hlegið. En viti menn, hún skellti uppúr í þetta skiptið líka, þannig að henni finnst sprengjur bara fyndnar. Hún er svoddan hetja :)
Ketil var heldur ekkert hræddur, hann er vanalega hræddur við flugeldana en í ár fannst honum þetta alveg rosalega gaman, hann þorði meiri að segja að halda á stjörnuljósi. Þannig að þetta var allt saman voðalega gaman, þó svo að ég hafi byrjað gamlársdag með veikindum, en ég var fljót að ná því úr mér.
En ég vona bara að nýja árið verði eins æðislegt einsog það gamla. 2004 er held ég besta ár lífs míns, fæðing Ágústu Arísar toppar náttúrulega allt sem maður hefur upplifað. Svo var bara svo æðislegt að vera ólétt, allavega þangað til ég var lögð inná sjúkrahús, þá fór þetta að vera aðeins verra. Enn allt í allt var þetta bara alveg æðislegt ár hjá mér.
jæja best að fara að gera eitthvað að viti.
* * * * * * * * *
|
|