:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Hóst hóst... Jæja þá sit ég héra með stíflað nef og sárann háls :( en það er nú samt ekkert svo slæmt. Ég er búin að kveikja vel upp í arninum, litla snúlla er sofnuð, Ketil The hartbroken julio einsog við köllum hann þessa dagana, fékk að horfa á teiknimynd, þannig að ég gerði mér bara heitann tebolla og settist fyrir framan tölvuna. Ferlega næst eitthvað. Ég fór að djamma á laugardaginn, sem er nú ekki frásögu færandi. En það virðist hafa verið of mikið fyrir gömlu afþví ég sit eftir með ferlegt kvef og er öll lurkum lamin. Maður er alveg dottinn úr djammformi. Ida vinkona kom hingað á laugardeginum, hún býr í moss þannig að hún gisti hérna hjá mér. Við ákváðum að fara út í Sarpsborg, við höfum hvorugar farið að skemmta okkur hér áður. Við fórum fyrst í verlslunarferð og ég keptir mér boli, slæðu og eyrnalokka fyrir kvöldið. Svo þegar börnin voru farin að sofa fengum við okkur í glas og fórum svo á skemmtistað í bænum. Þetta var svaka fjör, á einum staðnum var spilað á bongótrommur og allskonar hljóðfæri og brasilíanskar dansmeyjar dönsuðu útum allt með berann bossan eða þúst í g-streng og með fjaðrir á hausnum og svaka glitrandi brjóstahaldara. Ég átti nú ekki orð yfir því hvað þær gátu hrist á sér bossan hratt !! En þetta hlítur að taka svakalega á, því þær voru með svakalega flotta bossa, ég hefði nú alveg verið til í að hafa svona fínann bossa. Maður ætti kannski að byrja með svana bossahristingar......
En þetta var rosalega skemmtilegt í alla staði. Voða gaman að geta puntað sig og farið í pils og svona, en ég reif náttúrulega sokkabuxurnar mínar ansi snemma með mínum brussugang, en var með auka, þetta er ansi algengt vandamál hjá minni :)
En ætli maður láti ekki líða svolítið langt þangað til næst.. þetta tekur svo á þegar maður er dottinn svona úr formi.
hérna erum svo við að þykjast vera voða pæjur :)
* * * * * * * * *
|
|