:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Ketil í ástarsorg
Jæja þetta byrjar víst fyrr en manni grunar ! Málið er að Maria, kærastan hans Ketils kom hingað að heimsækja hann í gær. Mamma Ketils og mamma Maria leigja saman þannig að þau eru búa saman hálfa stundina líka og eru nánast einsog hálvsistkyn. Það gekk allt rosalega vel og þau eru alveg yfri sig ástfanin og ræddu mikið um brúðkaupið sitt og annað slíkt. Ketil sagðist ætla að giftast henni, gefa henni svo blóm, gefa henni svo nýtt rúm (veit ekki hvað hann átti við með því !) og að hún væri sætasta prinsessan í öllum heiminum. Ástarjátningarnar voru alveg þvílíkar hjá þeim báðum. Svo þurfti Maria að fara heim og Ari keyrir henni og Ketil fer með. Þá kemur bomban !! þau fara eitthvað að rífast þarna afturí bílnum og þá segir María "ég er sko ekki lengur kærastan þín!" þá byrjar litli kallin minn að orga alveg svakalega, hann grét alveg óstöðvandi, og Maria heldur bara áfram "ég ætla sko heldur aldrei að giftast þér!" og Ketil grætur bara ennþá sárar greyið. Ari var ekki alveg viss um hvernig hann ætti að bregðast við þessu, við vorum ekki alveg búin að undirbúa okkur fyrir þetta svo snemma ! Ari segir svo við Ketil að það þýddi ekkert að vera að gráta yfir þessu, að svona væri lífið bara stundum og hann verður bara að finna sér nýja kærustu. Þá segir Ketil við Maria að hann ætli bara að finna sér nýja kærustu og giftast henni, og þá fer hún að hágrenja !!!! Ari greyið svitnaði bara þarna í framsætinu og vissi ekki alveg hvað hann átti að gera. Þegar þau koma á leiðarenda ríkur Maria útúr bílnum og strunsar inn, Ketil kemur svo gólandi á eftir henni " ég ætla sko aldrei að vera kærastinn þinn aftur !!! og aldrei að giftast þér !!
Mæður þeirra vissu ekki hvað á sig stóð veðrið þegar Ari mætir með bæði börnin háorgandi og allt í bál og brand ! Svo þegar málið var útskírt áttu allir þær erfitt með að fara ekki að hæja af þessu öllu saman.
Þannig að núna er hann Ketil greyið í ástarsorg, maður bjóst nú ekki við þessu svona snemma !
* * * * * * * * *
|
|