:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
ok.... ekki veit ég hvað varð um kommentakerfið á síðunni, en það er víst bara horfið ! en svona er þetta með tölvur og internet, alltaf eitthvað bilað.
Annars sagði hann Ketil svolítið ógeðslega sniðugt í gær. Málið er að þegar ég varð ólétt þá spáði hann mikið í því hvering ég fór nú að þessu. Fyrst fékk ég þvílíkar skammir fyrir að hafa étið lítið barn, hann hélt að fyrst ég væri með barn í maganum þá hlyti ég að hafa étið það. En svo reydnum við að útskíra að svo væri ekki. Okkur fannst einum of snemmt að segja honum hvernig þetta gerist í raun þannig að við komum með þá brilliant hugmynd að segja bara að pabbi hafi galdrað með galdrastaf á magann hennar mömmu. Hann tók því bara sem góðu og gildu.
Svo í gær spurði minn hvort mig langaði ekki í fleiri börn, hann vill nefnilega eiga fullt fullt af litlum systrum. Ég segist nú ætla að bíða aðeins með það. Þá segir minn "þegar ég er orðinn stór þá get ég galdrað lítið barn í magann þinn" !!
LOL!! við sögðum að það væri nú kannksi ekkert svo voða góð humgmynd, pabbi er eini sem má galdra í magann á mömmu, og að maður mætti ekki galdra í magann á mömmu sinni eða systir. Við sögðum honum að hann yrði að finna sér kærustu fyrst og svona. En minn deyr nú ekki ráðalaus, hann sagði okkur að hann ætti jú kærustu ! hana Maríu, og þau væru alltaf að kyssast ! Og að hann ætlaði bara að galdra í magann á henni!! Við báðum hann nú aðeins að bíða með það. En hann skildi ekkert í okkur afhverju þetta ætti að vera eitthvað vesen.
Svona geta þau verið saklaus þessar elskur.
En ég held að það borgi sig héreftir að vera ekki að búa til eitthvað bull, hehe best að segja bara börnunum satt og koma í veg fyrir svona misskilning.
En ég meina hvernig útskírir maður þetta fyrir einhvejrum sem er bara 5 ára ? !! Pant ekki gera það, læt pabba hans um það ! hehe
* * * * * * * * *
|
|