:: ÉG ::
Nafn:Sísí

Fædd:04.12.1982

Stjörnumerki: Bogmaður

Staður:Sarpsborg/Norge

Litur: Bleikur (as u can see)

Matur: Taco,

Tónlist: Björk,Sigurrós, Bowie,Radiohead, Portishead,Pixies og ýmislegt annað,

Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead) meðal annars,

Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar, Carrie, The Shining, The exorsist, Star Wars og fullt annað.

::BLOGGARAR::
Minning Anna-Ragneidur
Ásta systir
Gunnar Karl
Einir
Hjödda Pönk
Davíð Örn
Jóhanna Ýr
Helga Hippi
Nadia
Hafdís Systir
Smári Klaki
Steinerinn
Lauga
Íris Sig
Sigga Ása
Gummi bekkjó
Lilja bláa í Fredrikstad
Bixie
Fríða Hrönn
Hjörtur
Anna Sigga
Erna Björk
Vala
Alla
Helga Bjørk
Sibba Kibb
Inga Magg
Kristìn Òskars

::Englarnir::
Ketil
Ágústa Arís
Gísli Hrafn Súperman
Heba Sætust!
Berglind & Rakel
Þórunn María
Elís
Goggi Mega

:: Ýmislegt annað :: Málefnalegur vettvangur fyrir misvelgefið fólk MYNDIR

Verdens Gang
Eiki
Eyjafréttir
Mbl.is
Crimelibrary.com
Homer Quotes
Femin.is
Tilveran Eyjar.net


::SPJALLIÐ::
Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)


laugardagur, mars 19, 2005

Jæja þá er bara páksarfríið byrjað. Ætli maður arki ekki út í skóg á morgun, í anorak með bakpoka á bakinu með pylsum og heitum kakó í brúsa einsog sönnum norðmanni sæmir. Setjast svo á góðan stað og kveikja bál og þræða pyslurnar uppá grein og grillar þær yfir bálinu, maður er víst að gerast ferlega norsk eitthvað. En þetta er voða kósí og krakkarnir hafa svo gaman að þessu.

Það hefur lítið sem ekkert snjóað þennan veturinn og það var nú ekki langt frá því að það færi að vora, en páskahretið bregst ekki. Það byrjaði að snjóa í vikunni, sem er bara hið besta mál, það á að vera snjór á páskunum.

Það er kominn páksafílingur í mann, dádýrin byrjuð að láta sjá sig hérna í garðinum mínum og éta alla páskalaukana og páskaliljurnar !! Og svo skíta þessi kvikindi um allan garð !! alveg óþolandi, en þetta er vorboðinn :) Þakka bara fyrir að elgurinn haldi sér fyrir það mesta í burtu, hann kúkar ekki neinum lambaspörð skal ég segja ykkur! Ekki væri ég til í að moka upp elgskít hérna í garðinum.
Ég hef ekki orðið vör við elginn hérna í garðinum eftir að ég flutti inn, en nágranninn sá elg í garðinum okkar árið áður en við fluttum inn.
Málið er að hérna er alveg hellingur af ávaxtatrjám, og á haustinn er maður endalaust að tína upp ávexti úr garðinum. Flestir keyra þetta nú bara út í skóg og henda þeim þar, en það er víst ekkert allt of sniðugt. Eplin fara að gerjast eftir smá tíma, en elgurinn étur þau samt sem áður... og fullur elgur + mannabygg = ekki gott.
Marit nágranninn okkar vaknaði einn morguninn og lítur út um gluggan hjá sér og sér þennann líka stærðar elginn í garðinum hjá frú Vatn (sú sem átti húsið á undan okkur) elgurninn verður svo var við einhverja hreyfingu og tekur á rás og hleypur upp í eftir garðinum og hoppar niður á götuna og skallar ljósastaurinn. Hann varð víst alveg snar vankaður greyið og það blæddi úr honum, en hann náði að skakklappast aftur inn í skóg. Mildi að einginn hafi lagt bílnum fyrir neðan veggninn.

Posted by The Super Cow at 9:53 e.h.



* * * * * * * * *


|
Comments: Skrifa ummæli
Image @ Boyis.com | Site @ Your Name | Layout by Sania of Anime Skies .