:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Læst úti !!!
Jæja þessi dagur byrjaði ekkert of vel fyrir mig. Ágústa Arís og Ketil vöknuðu bæði frekar snemma, svo uppúr 10 var ungfrú Arís orðin frekar þreytt aftur þannig að ég ákvað að láta hana út í vagn að sofa. Ég fór með hana út á verönd í vagninum en þar var svo mikil sól, þannig að ég ákvað að setja hana hinumegin við húsið í skugga. Þetta átti nú bara að taka 2 mín þannig að ég hljóp út á peysunni og inniskóm (þó ég sé nýbúin að vera veik, skamm skamm) það er nefninlega frekar kalt úti, svona við frostmark og blæs smá.
En ekki skánar það þegar ég ætla að hlaupa aftur inn í hitan, þá er útidyrahurðin læst ! ég hleyp hringinn og ætla inn á veröndinni, þaðan sem ég kom út, en viti menn þar var bara líka læst !!! Hann Ketil hafði notað tækifærið og læst mig úti !!
Ég hófst handa við að banka og engin kom, svo fór ég hinum megin og dinglaði og dinglaði og bankaði og bankaði og ekkert gerist ! Svo stoppaði ég til að hlusta og heyrði að hann var búin að kveikja á Prumpulaginu og hlustaði á það í botni uppi í herberginu sínu.
Á endanum var ég farin að berja allt húsið að utan og hann lét ekki sjá sig drengurinn ! Svo þegar liðnar voru 15 min og ég var orðin einsog íspinni kemur villingurinn og opnar.
Ég varð náttla alveg brjál og spyr hann afhverju í all verden hann hafi læst mig úti !! hann skildi ekkert í þessu látum í mér, honum langaði bara að vera einn heima og orkaði ekki að hafa mig heima !!!
Svo einfalt var það víst. Núna situr hann uppí herbergi í fýlu og straffi, og ég tók frá honum uppáhaldsdótið, þannig að hann er ekki alveg sáttur við mig núna, og ég ekki við hann, hehe. Frekar kalt start á deginum. Vona bara að ég fái ekki brjóstabólgu eða fái hita aftur eftir þetta allt saman... brrrrrr.....
* * * * * * * * *
|
|