:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja þá er helgin búin og mánudagurinn mættur. Ég og Lilja skelltum okkur barasta á djammið á laugardaginn ! Lilja kom til mín og við fengum okkur í glas þegar litlu háfaðabelgirnir mínir voru sofnaðir. Ég var einhvernveginn ekki alveg í form, en svo þegar við vorum komnar út og ég fékk mér expresso og svo irish coffee og það læknar náttúrulega öll mein. Þetta var svaka fjör og það var alveg rosalega gott að koma sér loksnins eitthvað út ! Við verðum að gera þetta oftar. Svo fórum við í heimsókn til Binna og Sunnevu, þetta var síðasta heimsóknin *grát* því þau eru að flytja aftur til íslands. Ferlega leiðinlegt þegar fólk flytur aftur heim. Já og jiminn ! litla snúllan mín tók bara 3 tennur á einum degi ! þannig að núna eru þær orðnar 6. Hún er orðin frekar mikil frekja, sérstaklega við bróðir sinn. Ef hann labbar framhjá henni án þess að leika við hana eða sýna henni þá athygli sem hún vil þá bara öskrar hún á hann !! svo ef hann er að borða eitthvað þá eltir hún hann gargandi og heimtar að hann gefi henni að smakka. Hún er alveg ferleg. Svo er það nýjasta nýtt að er að garga úr sér lungun bara uppá djókið. Hún situr með bros á vör og gargar eins hátt og hún getur, og hlær svo af því. Við erum alveg að verða vitlaus á þessu. Og Lilja greyið kunni held ég ekki alveg að meta öskurarínurnar hérna eldsnemma á sunnudagsmorguninn :) en ég er að vona að þetta sé bara eitthvað tímabil sem hún er að ganga í gegnum og að hún fari bráðum að hætta þessu. jæja verð að vara að siða þessa villinga mína.
* * * * * * * * *
|
|