:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja núna er mín búin að vera ferlega löt við að blogga. Annars er allt gott að frétta héðan. Að vísu hermannaveikisfaraldur hérna í bænum og í næsta bæ. En við virðumst hafa sloppið alveg. Ég fékk nett sjokk þegar þegar það kom í blöðunum hvaða verslunarmiðstöðvum hefði verið lokað vegna gruns um smit. ég hafi nefnilega verið með krakkana í öllum seinustu daga ! Mér var nær að versla svona mikið ;) En við erum öll frísk, eða ég er að vísu búin að liggja í ælupest og hausverk síðan í gær, en það er bara ælupest frekar en hermannaveiki.En sumt fólk hagar sér einsog vitstola hænur og gera svaka mál úr þessu og fara á bráðavaktina fyrir minnsta hóst, en það er einginn ástæða til. Þetta er aðalega gamalt fólk með lélegt ónæmiskerfi sem smitast og verður alvarlega veikt, þannig að það er einginn ástæða fyrir svona panikki. En þetta er víst að ganga yfir og færri og færri koma á sjúkrahúsið með einkenni, þannig að þeir halda að smitið sé að deyja út af sjálfu sér, en þeir eru ekki búnir að finna hvaðan þetta kemur og það getur verið að það finnist aldrei. En vonandi finna þeir hvaðan þetta kemur og að það verði settar strengri reglur varðandi viðhald og hreinsun á loftræstikerfum, því þetta er líklegast þaðan sem þetta kemur. Svona faraldur kom upp fyrir 4 árum í Stavanger og smitið barst frá loftræstikrefi á hóteli, þar dóu 5 manns minnir mig. þá var lofað öllu förgru um að það yrði strengri lög og betra viðhald, en það hefur greinilega lítið gerst síðan þá. Vonandi að þetta hafi áhrif, það er frekar óhugnalegt þegar maður hugsar útí að þessi loftræstikerfi eru í raun tikkandi smitbombur.
Já og smá fréttir af litlu prinsessunni :) Hún var að koma úr 10 mánaða skoðun og var orðin akkurat 9000 gr. og 74 cm. Svo er hún farin að labba með fram og mana sig í að sleppa aðeins takinu. Svo stendur hún upp við göngugrindina sína og ýtir henni á undan sér og labba útum allt. Hún er alveg svakalega handóð og alveg einum of aktív, það er ekki róleg stund hjá henni. Hún stendur oft við stofuborðið og labbar hring eftir hring eftir hring og bablar við sjálfan sig meðan hún reynir að ná í allt sem hún má ekki vera með. Hún því miður alveg hætt að sýna okkur hvað hún er stór og sterk og allt það, hún klappar bara í staðin þegar hún er spurð, henni finnst það held ég einfaldast. Svo finnst henni líka alveg svakalega gaman að spjalla í símann. Hún heldur dótasímanum eða bara hendinni uppað eyranum og bablar og bablar og svona SIMS máli og skellir svo uppúr annað slagið, okkur finnst það alveg truflaðislega fyndið.
Ketil er líka alveg í fullu fjöri hérna og getur ekki beðið eftir að Arna Hlín "jentan mín" einsog hann kallar hana, komi í heimsókn. Og auðvitað amma og af. Hann er meiri að segja farin að plana hvað hann ætlar að snýkja útúr afa sínum. Hann sagði mér að þegar afi kemur ætlar hann að byðja hann um að koma með sér og kaupa veiðistöng og byðja hann um að kenna sér að veiða. Svo er hann voða duglegur að æfa sig í íslenskunni,hann sagði okkur frá því um daginn að hann færi hálf íslenskur, hálf kólombískur og alveg noregskur, hehe
* * * * * * * * *
|
|