:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Oh my, oh my. Allt er nú til, var að horfa á þátt sem heitir "how clean is your home" eða eitthvað álíka og ég verð að segja að ég skil ekki hvað er að fólki !! það hlítur bara að vanta eitthvað í suma !! þetta er ss tvær breskar kellingar sem fara heim til fólks sem kann ekki að taka til og þrífa húsið þeirra og gefa þeim ráð um hvernig þau eiga að halda hreinu og svona. Halló !! er svona erfitt að taka til og þrífa, kemur þetta fólk ekki frá heimili ?? varla er það alið upp af úlfum!? Sko við erum að tala um svo ógeðslega skítug heimili að það er þvílík sjúdómahætta bara að anda þarna inni ! í þættinum í gær fóru þær heim til manns sem býr í Las Vegas, og þvílíkur viðbjóður ! klósettið var inngróið af skít og gólfefnið var brennt upp af hlandi! Ísskápurinn hafði sína eigin menningu ! ég hef aldrei séð annað eins og skil ekki að maðurinn hafi ekki fenið salmónellu eða aðra sjúkdóma af því að borða útúr þessu ísskáp. En ætli ónæmiskerfið hans byggist ekki bara upp með skítnum. Svo var sv mikið ryk og köngulær og ógeð útum allt, það var þykkt hvítt lag af viðbjóð á vasknum og elshúsvaskurinn var fullur af fúlu vatni sem hafði verið þarna í meira en ár. Skítugir diskar og glös sem staðið hafa á borðinu í fleiri ár, það lá við að klósettið væri lifandi ! Svo var gólfteppið fullt af hundaskít, ælu, hundapiss, slefi, svita og bara u name it !! og þarna bjó maðurinn ! Svo tóku þær prufur og sendu í greiningu og það koma í ljós að það voru allskonar hættulegir sveppir og dót í húsinu, sem geta valdið lungnasjúkdómum, kláða, minnisleysi og ýmislegu örðu. En ég verð að segja að ég skil eingann veginn hvað sé að fólki sem lifir svona. Það virðist vanta eitthvað í svona fólk. Ég á aldrei eftir að ná að skilja fólk sem getur lifað svona, fyrir það fyrsta þá er þetta heilsuspillandi og svo er þetta bara ógeðsleg ! Og svo vil ég minna ykkur að að ef þið eruð að borða ekki horfa þá á þessa þætti á meðan, ég missti fljótt matarlystina.
* * * * * * * * *
|
|