:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja maður er orðin eitthvað hálf latur við þetta blott. það er voða lítill tími í þetta og svo er löngunin heldur ekkert voða stór að hanga inni fyrir framan tölvuskjá í svona góðu veðri. Það er búið að vera sól og blíða og Ágústa Arís er alveg að fíla sig í tætlur úti í grasinu. Étur að vísu svolítið mikið gras... en það er víst allt í lagi. Já og aumingjans Ketil lítur út einsog versti villingur. Hann datt svo illa á munninn um daginn að önnur frammtönnin drapst og er orðin alveg blá. Svo snoðaði mamma hans hann þannig að hann er snoðaður með bláa tönn, alveg einsog einhver strokufangi. En það er spurning hversu lengi þessi tönn fái að vera, ég fer með hann til tannsa í fyrramálið og hún ætlar að tékka á þessu. Jæja ég er að passa pæjuna hennar Lilju í Fredrikstad þannig að ég er með tvær skvísur hérna hjá mér. Ég ætla að fara með þeir niður á videóleigu og leyfa þeim að leygja sér mynd og panta svo pizzu handa þeim. bæjó
* * * * * * * * *
|
|