:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja... hér er allt í fullu fjöri, Mamma, Pabbi og Arna Hlín eru komin út til okkar. Ketil er alveg svakalega ánægður með að vera búin að fá til sín Örnu Hlínina sína, hann alveg elskar hana út af lífinu. Svo er Afi byrjaður að dekra og spilla börnunum :) Ketil fær alltaf eitthvað dót ef hann fer með afa sínum eitthvað, og honum finnst það sko ekki leiðinlegt. Litla Ágústa Arís hefur tekið þeim vel, orðin algjör afastelpa og vill alltaf vera hjá honum. Hún sýnir þeim allar kúnstir sem hún kann og bræðir hjörtu allra. Amma er búin að passa hana smá og þær eru orðnar svaka vinkonur. Þegar við komum heim í fyrradag þá voru þær sofandi á sófanum saman, voða kósí hjá þeim :)
Annars er veðrið eitthvað að stríða okkur, það er alltaf hálfskýjað og svo koma skúrir annað slagið, við bíðum eftir að sumar byrji hérna í Norge en það er eitthvað voða lengi að byrja. Vonandi skánar veðrið fljótlega. Svo stendur til að Pabbi, Ari og Mamma skelli sér á tónleika á morgun með Wig Wam og Sweet hérna niðri í miðbæ. Bara vonandi að það verði ekki rigning þetta eru nefninleg a útitónleikar.
Svo er bara að vona að veðrið skáni svo við getum farið í tívolí og cirkus og svona....
Þið megið alveg senda okkur smá af þessum þurk sem er á íslandi ;)
Nöfnurnar að fá sér smá lúr :)
* * * * * * * * *
|
|