| :: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja kominn tími til að blogga eitthvað :) Það er búið að vera nóg að gera hjá mér undafarið. Er búin að vera að grúska í atvinnumálum og fara í viðtöl og svona og fékk svo vinnu hjá fyrirtæki sem heitir FinnFirma.no ég er ss að selja auglýsingapláss á netinu til fyrirtækja. Ég byrjaði í gær og mér líst bara ágætlega á þetta. Ég hrindi fyrstu símtölin í dag, seldi að vísu ekki neitt, enda ekki við örðu að búast svona fyrst. Þeir segja að það taka yfirleitt um 3 vikur þangað til fyrsta sala kemur. Það er rosalega mikið að læra og maður fær svolítið mikið af info í einu þannig að maður þarf smá tíma til að melta þetta allt saman. Ég bara vona að ég nái tökum á þessu sem fyrst og get farið að selja einsog brjálæðingur. Krakkarnir eru á leikskólanum og þeim finnst alveg rosalega gaman. Þvílíkur munur að leggja þau á kvöldin, þau eru barasta bæði steinrotuð kl 19:30, enda þurfum við að fara á fætur kl. 05:30 Þannig að hér byrjar dagurinn ansi snemma. Svo er ég að fara í ferð með fyrirtækinu 26. ágúst. Við erum að fara á einhverja kúrsa og svona og þeir ætla að gera einhverja óvissuferð úr þessu í leiðinni, þannig að við fáum ekkert að vita hvert við erum að fara. Þannig að það verður spennandi að sjá hvert verður farið. Ég er samt pínu stressuð yfir þvi að fara frá Ágústu Arísi svona lengi, ég hef aldrei verið svona lengi frá henni. En hún er orðin svo stór þannig að þetta hlítur að ganga fínt, hún kúsar sig bara á meðan með pabba sínum. Jæja ég ætla að fara að lesa gögnin sem ég fékk með mér heim úr vinnunni og reyna að verða svaka sölukona, hehe. Kiss kiss
* * * * * * * * *
|
|