:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
jæja jæja, þá er bara farið að snjóa aftur, vaknaði í morgun og þá var barasta allt á kafi... hélt að þessi helv.. vetur væri búin.
Annars er ég barasta í sorg, bíllinn minn dó :( kom úr vinnu í gær og ætlaði að keyra heim, en þá barasta startaði hann ekki. Þar sem ég kann ekkert á bíla varð ég að gjöra svo vel að hringja í hann Ara sem var svo elskulegur að koma og hjálpa mér. Hann þrufti að ýta bílnum í gang því að startarinn er ónýtur, Ketil átti náttla ekki orð yfir ofurhetjuni honum faðir sínum, að geta ýtt heilum bíl !! hann kemur svo í kvöld og ætlar að skipta um startara fyrir mig.
Ég kann ekkert á þetta dót, ég hef akkurtat ekkert vit á bílum. t.d. settist ari einu sinni undir stýri á bílnum, hann hafði ekki keyrt kann í einhverjar vikur, ég hafði verið á honum. Svo spyr hann mig alltíeinu hvort ég sé eitthvað rugluð í kollinum, og ég bara "hvað?" þá var helv... bílinn nánast bermsulaus, hehe ég bara já mér fannst hann eitthvað skrítinn sko... svo ákvað ég að keyra til moss í seinustu viku svo á miðri leið finnst mér einsog það sé eitthvað lítið loft í einu dekkinu. Ég stoppa á næstu bensínstöð og ath hvort að það sé ekki pumpa þar... jú jú pumpa og alles... en ég kunni náttla ekkert að nota hana, stóð þarna einsog fæðingarhálviti að reyna að troða henni á þarna ææi þið vitið pinnann.. en allavega... ég varð bara að gjöra svo vel að fara inn og byðja um hjálp. Það voru tveir mjög almennilegir ungir strákar að vinna og ég fer þarna inn ljóska á pinnahælum og spyr hvort einhver geti hjálpað mér að pumpa í dekkið... jú jú þeir voru báðir til þjónusu reiðubúnir og redduðu þessu fyrir mig.. hehe mér leið alveg einsog hálvita... þeir hafa örugglega hugsað "greyið heimska ljóskan" hehe ekki að það sé ekki smá sannleikur í því.
En nóg um mig og vit mitt á bílum. Allavega þá er bíllinn min dáinn og ég þurfti að taka leigubíl í vinnuna í morgun, og byðja hann að stoppa á leikskólanum fyrst.. hehe. ég sá ekkert annað ráð þar sem ég hef aldrei tekið strætó og get bara ekki hugsaði mér að setjast inní einn slíkann... og allavega ekki með ágústu arísi...
Mín heitasta ósk er sú að Ari komi kagganum í lag... strax í dag.. jæja mín bara farin að syngja, merki um að það sé kominn tími til að hætta að steypa...
bless krúttklessur.
* * * * * * * * *
|
|