:: ÉG :: |
Nafn:Sísí
Fædd:04.12.1982
Stjörnumerki: Bogmaður
Staður:Sarpsborg/Norge
Litur: Bleikur (as u can see)
Matur: Taco,
Tónlist: Björk,Sigurrós,
Bowie,Radiohead,
Portishead,Pixies
og ýmislegt annað,
Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead)
meðal annars,
Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar,
Carrie, The Shining,
The exorsist, Star Wars
og fullt annað.
|
|
Jæja þá er bara að vona að páskaeggin komi í dag ! ég verð brjáluð ef þeir eru búnir að éta þau !! Já og gleðilega páska ! Við höfum haft það fínt hérna, það er búið að vera alveg æðislegt veður ! bara búin að liggja í sólbaði útá verönd og grilla og kúsa okkur. Þrátt fyrir fjarveru páskaeggjana var þetta bara mjög fínt. Elduðum Lambalæri á páskadag og Gísli borðaði með okkur, þetta heppnaðist bara vel og við átum yfir okkur. Ágústa Arís var í góðu stuði alla páskana og fílaði sig í botn í göngugrindinni út á verönd. Hún er komin með þriðju tönnina, hæri augntönn í efrigóm og hin augntönnin er á leiðinni. en ekkert bólar á framtönnunum. þannig að hún verður skrítin með tvær augntennur í efrigóm og tvær framtennur í neðri ! Svo er litla dúllan svo forvitin, við erum með viðarstamp við arininn og henni langaði svo að sjá ofan í, þannig að hún togaði sig bara upp og settist á hnén og kíkti ofan í !! við vorum voða stolt af henni :) En hún er farin að hreyfa sig mikið núna og það er ekki langt í að hún geti sest upp sjálf eða skriðið. Þannig að bráðum er allur friður út. Að vísu er hún orin ansi góð í að rústa og terrorisera heimilið, við þurfum að fjarlæja allt sem gæti brotnað afþví hún er svakalega handóð. Ketil var nefninlega alls ekkert handóður, hann snerti ekkert af mínu dóti, bara sitt eigið. Svona geta þau verið misjöfn.
 Litla pæjan skellti sér í sólbað :)
Bros mánaðarins :)
 Alltaf sama stuðið á minni :)
* * * * * * * * *
|
|