:: ÉG ::
Nafn:Sísí

Fædd:04.12.1982

Stjörnumerki: Bogmaður

Staður:Sarpsborg/Norge

Litur: Bleikur (as u can see)

Matur: Taco,

Tónlist: Björk,Sigurrós, Bowie,Radiohead, Portishead,Pixies og ýmislegt annað,

Lag: Where is my mind(Pixies)og No surprises (Radiohead) meðal annars,

Myndir: Nightmare on Elm street myndirnar, Carrie, The Shining, The exorsist, Star Wars og fullt annað.

::BLOGGARAR::
Minning Anna-Ragneidur
Ásta systir
Gunnar Karl
Einir
Hjödda Pönk
Davíð Örn
Jóhanna Ýr
Helga Hippi
Nadia
Hafdís Systir
Smári Klaki
Steinerinn
Lauga
Íris Sig
Sigga Ása
Gummi bekkjó
Lilja bláa í Fredrikstad
Bixie
Fríða Hrönn
Hjörtur
Anna Sigga
Erna Björk
Vala
Alla
Helga Bjørk
Sibba Kibb
Inga Magg
Kristìn Òskars

::Englarnir::
Ketil
Ágústa Arís
Gísli Hrafn Súperman
Heba Sætust!
Berglind & Rakel
Þórunn María
Elís
Goggi Mega

:: Ýmislegt annað :: Málefnalegur vettvangur fyrir misvelgefið fólk MYNDIR

Verdens Gang
Eiki
Eyjafréttir
Mbl.is
Crimelibrary.com
Homer Quotes
Femin.is
Tilveran Eyjar.net


::SPJALLIÐ::
Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)


þriðjudagur, desember 04, 2007

Jæja þá er maður bara orðin gamall :o) hálffimmtug.. hihi en þakka fyrir það að vera hérna enn.
Mér var mikið hugsað til hennar Önnu Ragnheiðar í dag hún á nefninlega líka afmæli í dag. Ég sett kerti fyrir hana líka á kökuna mína til að minnast hennar og hugsa mikið til fjölskyldunnar í dag.
Endilega kveikið á kerti og sendið góða strauma til fjölskyldunnar.

Núna er lífið rétt að byrja og ég er að fara að flytja aftur heim á klakan og byrja alveg nýjan kafla í lífinu :o) rosalega sátt við það :o) Ég hlakka svo til að koma heim og hitta alla !

knús á ykkur öll

Posted by The Super Cow at 11:31 e.h.* * * * * * * * *


| (4) comments
miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Jæja þá er bara að játa sig sigraða :o) ég kem heim eftir áramót :o)

Posted by The Super Cow at 3:49 e.h.* * * * * * * * *


| (3) comments
miðvikudagur, október 31, 2007

Hehe
Já já ég er bloggletingi.. hehe
Tímabært að skirfa eitthvað hingað inn... að vísu ekkert svo rosalega mikið að frétta...
Hilmar er búin að vera hérna hjá okkur i 10 daga... hann fór í fyrradag og við söknum hans alveg rosalega ! Mig hlakkar svo til að koma heim um jólin !

Það verður svo gaman að koma heim og sjá öll nýju börnin og nýju kúlurnar og svona.. hehe allir að fjölga sér og bráðum verður allt fullt af litlum krúttum ! Mér finnst stunum svo leiðinlegt að missa af þessu...
Maður ætti kannski bara að fara að hugsa sig aðeins um... kannski að 8 ár í útlandinu sé nóg... hehe tímabært að koma sér heim til íslands.... hver veit ??

Einhverra hluta vegna þá er ég voða smeik við það að fara heim... veit ekki alveg afhverju.... fyrst að þið getið búið þarna þá hlít ég að geta það ! hehehe
Jæja maður verður bara að bíða og sjá hvað setur... nota næsta árið í að hugsa mig vel um.

jæja knús og kossar á allar gellur, bumbur, börn og gaura og ja bara alla þá sem flækjast hingað inn :o)

Posted by The Super Cow at 5:23 e.h.* * * * * * * * *


| (3) comments
miðvikudagur, september 05, 2007

Gamla orðin rugluð....

Jæja þá held ég að ég sé endanlega orðin rugluð...
Í fyrstalagi þá er það búið að gerast 4x að það er ekkert heitt vant þegar ég er að fara í sturtu á mornanna. Tékka svo á hitakútnum og þá er búið að taka hann úr sambandi !!! Það eru bara ég og Ágústa Arís sem ganga um íbúðina og einar með aðgang. Hún kemst ekki að þessu... þetta er bakvið kútinn inní kompu hún á ekki sjens... og ég veit það að ég er ekki að taka hann bara úr sambandi... hehe
Fyrstu 2 skiptin hristi ég bara hausinn og var ekki alveg að fatta.. svo þegar þetta gerðist í 3ja skipti fór mér ekki að standa á sama. En svo í 4. skipti þá fannst mér þetta meira en grunsamlegt. Ég spurði svo Marwel (húseigandinn sem býr uppi) hvort þau hefðu nokkuð verið að gera einhverjar framkvæmdir sem kröfðust þess að kúturinn yrði tekinn úr sambandi og ég kannski ekki verið heim og þau farið niður og tekið hann úr sambandi. En svo var ekki, þau eru ekki einu sinni með lykil að íbúðinni ! ég er með eina settið, það var settur nýr lás þegar ég flutti inn.
Marwel fannst þetta frekar spúkí og sagði bara "Sísí ekki segja mér að einhverjir draugar hafi elt þig hingað!" hehe
Ég ætla að gera frekari ransóknir á þessu og prófa að læsa þessari kompu... mig grunar nefninlega að ég sjálf standi að verki þegar ég tek mína svefngöngu á nóttunni... hehe
Alveg kominn tími til að þess svefnganga fari að vaxa af mér... orðið frekar þreytandi..

Já og svo var ég að taka úr vélinni og setja í þurkarann áðan. Ég var búin að setja allt yfir í þurkarann og svo kallaði Ágústa Arís á mig og ég fór fram að tala við hana. Fór svo aftur inn á bað til þess að klára en rankaði svo við mér þegar ég var búin að tína allt úr þurkaranum aftur yfir í þvottavélina !!! OHH... þoli ekki þegar ég fer á svona autopilot og bara geng um húsið einsog hauslaus hæna.. haha hefði ekki geta gert mér erfiðara fyrir nema þá kannski hella drullu ofan í vélinna líka svo ég þyrfti örugglega að þvo þetta allt saman aftur..

Svona er maður farinn að kalka bara 24 ára og arkandi um allt í svefni...

Búin að setja nýjar myndir inná síðuna hjá krökkunum, endilega kíkið. Arna Hlín búin að vera hjá okkur í mánuð og bara búið að vera gaman. Við söknum hennar rosalega.

Ágústa Arís byrjuð á gloríu aldrinum.. alltaf að gera einhverja skandala. Ég og Arna Hlín vorum með hana í verslunarmiðstöð og lillan kúkaði pínu í sig... ekki nóg með það þá fór ég með hana inná hjólastólaklósett og tók hana úr brókinni. Langað ekkert sérlega að taka með mér kúkabrók heim til að þvo þannig að ég henti henni bara í ruslið.. hehe Fröken Aradóttir var í kjól og ss engri brók. Við ákváðum þess vegna bara að drífa okkur heim. En þegar við komum út af klósettinu stendur mín svona passlega fyrir framan ALLA og dregur upp kjólinn yfir haus og gólar svo á norsku "MAMMA ! hvar eru nærbuxurnar mínar?!" Arna Hlín var fljót að stökkva á hana og draga kjólinn niður aftur.. ég greyp hana og hjóp með hana útí bíl.. hehe fólki fannst þetta greinilega frekar fyndið. En við systur urðum frekar svona skömmustulegar.

Svo var ég útí búð með hana í seinustu viku og kallinn fyrir framan var að kaupa sér eitthvað svona karlablað (FHM eða eitthvað) með svona brjóstamynd framaná. Mín sendur við færibandið og bendir á blaðið og spyr svo karlinn "varst þú að kaupa þetta?" "já" svarar maðurinn. Svo bendir hún á brjóstin á myndinni og segir "þetta er brjóst" "já" svarar maðurinn. Svo heyrist í minni "Mamma mín er líka með svona" maðurinn starir þá nátturulega beint á brjóstin á mér, ég horfði á hann þangað til hann leit upp.. og greyið varð náttúrulega einsog auli, eldroðnaði alveg og strunsaði út. hehe
þetta voru nú svolitlar ýkjur hjá henni dóttur minni.. svona svakalega bobbinga er ég nú ekki með... hehe

Afhverju getur hún ekki talað íslensku þegar hún þarf að skandalast... þá væri þetta svo miklu betra... hehe þá væri það bara ég sem myndi skilja hana... hehe

Posted by The Super Cow at 6:35 e.h.* * * * * * * * *


| (5) comments
sunnudagur, ágúst 26, 2007

Jæja við vonum að hún Britney Spears fari ekki að rappa .... HAHAHAHA!!! Hún er alveg að tapa sér.... ýtið á bleika play takkan og heyrið rapphæfileika hennar... hihi

Posted by The Super Cow at 4:08 f.h.* * * * * * * * *


| (0) comments
þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Hahaha snilld !!!
sá þetta á hinu eina sanna barnalandi.. bara fyndið sko !
konan ætlaði að fara að skirfa bréf til uk vegna þess að hún hafði keypt gallað dót frá fisher price
og svona hlóðaði bréfið :

Hello
i am from Iceland and I don not speak very good English but I am gun a tray :)
I by a toy in Iceland from fisher price ,,little people,, and dora explorer and this toy are maid in China 2002-2007.
One Dora explorer vas bay in Spain and made 2002 (the small one) and the big one I think in Iceland but I am not sure made 2003.
Are something wrong this toy or?????
What can I do??
Can I talk to some body in Iceland so I can anther stand this better????

I hope you can anther stand what I am writing :)
And thank you

ss þýtt yfir á íslensku :

Halló,
Ég er frá Íslandi og ég er mafíuforingi sem talar ekki mjög góða ensku, en ég er byssa á bakka.
Ég er hjá leikfangi á Íslandi frá Fisher Price, litla fólk og Dóra landkönnuður og þetta leikfang er þjónustustúlka í Kína á árunum 2002-2007.
Ein Dóra landkönnuður var strönd á Spáni og náði 2002 (sú litla) og um þá stóru hugsa ég á Íslandi en er ekki viss um að hafi náð 2003.
Eru eitthvað að þessu leikfangi eða?????
Get ég talað við eitthvað lík á Íslandi svo ég geti anther staðið þetta betur?????

Ég vona að þú getir anther staðið það sem ég skrifa :)

Virðingarfyllst


Hahah vá ég og Arna Hlín grenjuðum úr hlátri !!! hahahahah
alveg snilld sko !

hér er linkurinn

http://www.barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=7193759&advtype=52&page=1

Posted by The Super Cow at 11:49 e.h.* * * * * * * * *


| (0) comments
þriðjudagur, júlí 24, 2007


Jæja þá er mín komin með tunnel í bæði eyrum... 4 mm til að byrja með og svo sé ég til hvað ég læt stækka þetta mikið eftir 4 vikur.
Annars bara búið að vera lítið um að vera hjá okkur þessa dagana. Ég og Hilmar fórum að vísu til osló á laugardaginn og svo í tívolí á sunnudaginn.. það var bara mjög gaman... annars er bara verið að undirbúta fluttning (á að vera búin að pakka niður meira en ég hef gert að vísu, en þetta reddast alltaf, hehe)

læt fylgja með nokkrar myndir frá vikunni :)


Byrja að víkka út gaið


tunnelið komið í...


komið í og mín voða ánægð


Hilmar á Dickens


ég á Dickens


Við í tívolí


hmm... okkur fannst eitthvað spes við nefið á trölla


haha vona að hann sé ekki kvefaður ... :Þ


Módel


Að töffarast í osló


Hilli tylli

Posted by The Super Cow at 11:12 e.h.* * * * * * * * *


| (5) comments
Image @ Boyis.com | Site @ Your Name | Layout by Sania of Anime Skies .